fimmtudagur, október 27, 2005

Er i München. Lifid er gott. Thad er ekki haegt ad hringja i mig, en thad er haegt ad senda sms. Thad raettist ur afmaelisdeginum. Her er gott ad vera. Er buin ad fara i sundlaugina hennar Onnu. Tomas thad hefdi verid gaman ad hafa thig med i sundfjor. En thad er erfitt ad fara i handahlaup i vatni. Fekk gott ad borda og besta dessert ever. Mmmmm :)
Bis später!

mánudagur, október 24, 2005

Áfram stelpur!

Hehe, mamma hringdi í mig rétt áðan og það er greinilega enn heilmikilstemning heima á Ísafirði! Getur einhver lesið hvað stendur á kröfuspjaldinu hennar?

Góða skemmtun góðu konur og til hammó með daginn!!!

Ég er loks búin að setja myndir úr heimsókn GGOGGO á netiið, smelliði bara á Öll albúm hér til hliðar og þá sjáiði þetta. Tek það fram að ég, annað en Gylfi, set bara meira og minna allt inn en er að sjálfsögðu til í að taka hvað sem er út :)

Annars allir út á torg!

Vill einhver gefa mér flotta afmælisgjöf? ;)

Langar soldið í óperuna næsta sunnudag...?

Annars hef ég verið að skoða hana Önnu Netrebko soldið og fékk um daginn lánaðan þennan disk á Mediathek. Hann inniheldur m.a. alveg "stórkostleg" tónlistarmyndbönd við nokkrar þekktar óperuaríur, t.d. Gimsteinaaríuna úr Faust og söng Rúsölku til mánans. Já, ég get eiginlega ekki sagt meira, bara tékkið á þessu...!

sunnudagur, október 23, 2005

Held að mig vanti fylgdarmann.

Ég skil ekkert hvað er í gangi með mig hérna? Ég virðist soga að mér eintóma hallærisgæja og nörda - og gamla karla!!!
Nú í morgun varð á vegi mínum fullorðinn indverji (með vefjarhött og grátt í skegginu) sem vildi endilega bjóða mér á kaffihús. Ég mætti honum á fáförnum vegi á leið úr kirkju og honum fannst ég svo falleg, vildi vita hvort ég væri ein og... Blah! Já nei nei...

Annars vil ég bara biðja ykkur kæru vinir að misskilja ekki síðustu færslu, þó ég sé bara að tala um hana Þórunni mína, þýðir það ekki að mér þyki ekki vænt um ykkur líka! Elsku Brynjar, Greipur, Laufey, Tobba, Ásta,... hvað á ég að telja marga upp? Ég er bara svo rík að eiga heilan helling af góðu fólki allt í kringum mig, og mér þykir ofsalega vænt um ykkur öll! :)

föstudagur, október 21, 2005

sjúguppínefið!

Ég var að koma heim úr erfiðustu strætóferð sem sögur fara af (í mínu lífi allavega...). Ég þurfti að taka strætó úr ZiB niður í miðbæ, bíða þar í tíu mín og taka annan heim en nema bara hvað, ég svoleiðis hágrét alla leiðina með tilheyrandi grettum og ekkasogum. Og nú sit ég hér, rauðeyg og grátbólgin og reyni að lækna sárin með kexi og ostum...

Þetta er fyrsta skiptið sem ég finn f. einhvers konar heimþrá. En í raun langar mig ekkert heim. Mig langar bara að vera með Þórunni minni. Eftir hálftíma stígur hún á svið Íslensku óperunnar (ekki í fyrsta skipti reyndar) og frumsýnir Tökin hert e. Benjamin Britten. Og ég er að missa af því (tár tár tár)...

Veit þetta hljómar eigingjarnt, en mér finnst ósanngjarnt að í staðinn fyrir að sitja prúðbúin á óþægilegum bekkjum óperunnar þá sit ég hér ein og missi af þessu stóra og örugglega stórkostlega kvöldi heima.
Ég er reyndar kannski að fara í eitthvað partý sem ég veit ekki hvar er einu sinni, en ég er ekki beint spennt f. því, því Emma vinkona kemst ekki og ég þekki ekki marga aðra þar nema Peter, þýska skiptinemann sem mig langar ekki svo mjög að hitta (það er löng saga sem ekki allir fá að heyra...).

Æi. ég er bara svo ógeðslega leið yfir þessu (sko að missa af sýningunni, ekki yfir partýinu) að ég næ því ekki! Einhverjum finnst þetta kannski heldur lítilvægt og ég alger væluskjóða, en hún Þórunn er bara ákveðinn hluti af lífi mínu og í raun hluti af sjálfri mér! Og það er erfitt að vera ekki hjá henni núna....

En annars ég er kannski bara eigingjörn. Og ég má held ég alveg vera það - sérstaklega á hana Þórunni mína (ég á hana sjáiði til). Og ég er ógó afbrýðisöm út í ykkur sem hafið tækifæri til að umgangast hana daglega! Svo afbrýðisöm að ég er næstum því reið.
Enda er Tótulíusinn mesti snillingur á yfirborði jarðar og þó víðar væri leitað.
Og svo er hún bara svo góð stúlka og skýr, og hjartahrein og yndisleg. Og betri vinkonu er ekki hægt að eiga, hún er bara best!

Kæru lesendur, ekki halda að ég sé eitthvað bara fúl og grenjandi (þó auðvitað sé ég það svo sem, bara sakna hennar...), ofar öllu þá samgleðst ég henni Þórunni minni og vona að henni gangi sem allra best í kvöld. Og ég efast ekkert um að hún heilli alla upp úr skónum, ég veit alveg hvaða stjarna skín skærast....

þriðjudagur, október 18, 2005

Elsku vinir


Þið afsakið þessa bloggleti í mér en undanfarið hef ég verið býsna upptekin við aðra hluti en að hanga í fallegu tölvunni minni. Ég var nefnilega svo heppin síðustu helgi að njóta samvista þeirra Greips og Gylfa sem hingað komu í árlega haustferð. Við höfðum það alveg sérstaklega skemmtilegt, borðuðum góðan mat, drukkum góða drykki, lékum leiki, hlógum, gerðum ferðamannalega hluti (eins og að fara upp í Festung Hohensalzburg og The Original Sound of Music Tour...!), borðuðum meira og hlógum og tjah, hvað get ég sagt fleira, áttum saman góðar stundir. Takk fyrir frábæra heimsókn strákar, hún verður lengi í minnum höfð! Myndirnar koma svo (vonandi) innan skamms.

Annars er skólinn að fara á fullt þessa vikuna. Held að stundaskráin mín sé nokkurn veginn komin á hreint (eftir mikið bras) og líst mér bara vel á. Fögin sem ég er skráð í eru eftirfarandi: Gesang, Musikalische Einstudierung (meðleikur), Sprechen ("talkennsla" held ég), Italienisch (skilja allir vonandi!), Atemschulung (eitthvað varðandi öndun og öndunarfæri - aðeins einn fjórði úr einingu!), Gymnastik und Konditionstraining (...), Opernrepertoirekunde (þema: barokk), Schauspiel (leiklist), Kammerchor (erum að æfa "Quaestio aeterna - Deus, Fragen nach Gott" e. Gerhard Wimberger, tónleikar þann 10. nóvember, allir velkomnir) og einkasöngtíma í djassi. Jessöríbob.

Senst gevett gan :o)

föstudagur, október 14, 2005

Bambi Result
Bambi


Which DISNEY character are you most like?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, október 13, 2005

Sniðugir i Austurríki!

Þegar ég kom hingað til Salz þurfti ég að fylla út svokallaðan Meldezettel hjá Útlendingaeftirlitinu, en þurfa allir þeir að gera sem ætla sér hér að dvelja lengur en í þrjá mánuði. Nú, er ég, út á þennan Meldezettel, komin með frítt bókasafnsskírteini á borgarbókasafninu og get fengið að láni geisladiska, myndbönd og DVD í tvær vikur, nótur og bækur í fjórar vikur - allt endurgjaldslaust!

Hversu mikil snilld er það?

miðvikudagur, október 12, 2005

Held að konan sem vinnur hérna niðri í afgreiðslunni (hér heima hjá mér sko) viti bara ekki neitt. Allavega er hún ekki að segja mér hluti sem ég þarf að vita. Ég þarf einhvern veginn að spyrja um allt og leita allt uppi hérna, eins og uppl. um einfalda hluti líkt og internet, ruslatunnur, æfingaherbergi og þvott. Kannski hef ég átt að fá bréf eða eitthvað með svona grunnupplýsingum - en ég hef allavega ekki fengið neitt svoleiðis og það er ekki mér að kenna!
T.d. var ég að þvo í fyrsta skipti áðan (já, er bara með nóg af fötum með mér sko, hef ekkert þurft að þvo fyrr) og til þess keypti ég einhvern skrítinn lykill hjá konunni í afgreiðslunni um daginn. Ég finn loks þvottavél (sem er ekki í mínu húsi) og fylgi einföldum leiðbeiningum og set lykilinn í e-ja græju og ýti á start. Ekkert gerist. Ég prófa aftur og aftur og svo aðra vél og aldrei gerist neitt. Loks finn ég einhverja stelpu þarna á vappi og spyr - kemur í ljós að maður þarf að borga inn á lykilinn! Fara í einhverja stóra græju í öðru húsi og setja pening inn á... Hvernig í andsk. átti ég að vita þetta!? Afsakið orðbragðið...

Jæja, þetta var pirr dagsins.

Annars er ég alveg ótrúúúlega hamingjusöm og alveg ótrúúúlega glöð þessa dagana. Sérstaklega í dag. :)

Gleði gleði gleði!

sunnudagur, október 09, 2005

HARÐSPERRUR DAUÐANS - tatata tamm!


Sjæse bitte vúllehúnd, ég hef aldrei upplifað aðrar eins harðsperrur og í dag. Og því miður verða þær ekki farnar á morgun. Ég þarf sem sagt að styðja mig við þegar ég sest niður og stend upp og helst líka þegar ég geng. Þar að auki geng ég eins og hinn versti spýtukall, því ef ég beygi hnén of mikið gefa þau bara eftir og ég ligg flöt. Ekki alveg nógu skemmtilegt.

En ástæðan f. þessum kvölum er reyndar öllu skemmtilegri. Í gær fór hópur Íslendinga upp á fjallið Untersberg með kláf og meirihlutinn gekk niður (yngstu börnin tóku kláfinn niður aftur í fylgd fullorðna).
Fjallið Untersberg stendur rétt f. sunnan (suðvestan) Salzburg og er held ég 1.776 metrar á hæð. Niður Untersberg eru nokkrar gönguleiðir og við ákváðum að fara niður Reitweg sem er eitthvað millierfið og óhætt var að ganga niður með krakka (tveir 5 og 6 ára með í för). Þetta var hins vegar erfiðari niðurganga en við öll áttum í raun von á. Held að kannski þrisvar sinnum höfum við gengið á jafnsléttu, svona 2-4 metra í senn. Annars lá leiðin stöðugt niður á við - stöðugt. Eftir ca hálftíma var ég farin að finna titring í fótunum, sérstaklega framanverðum lærvöðvum og undir lokin lá við að ég hefði ekki stjórn á fótunum lengur. En í heildina tók niðurgangan (hahaha, ekki niðurgangurinn) sem sagt ca tvo og hálfan tíma plús tvær pásur (í samanlagt korter).

Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef á ævinni gert (en eins og þið vitið kæru vinir, þá er hún Dísin ykkar ekki alveg beint í formi...) og ég er alveg heví ánægð með mig, en líka alveg ótrúlega skemmtilegt, - útsýnið þarna var náttúrulega alveg stórkostlegt! Tók nokkrar myndir og þær eru komnar inn á myndasíðuna (veljið bara öll albúm) en því miður sýna þær ekki alveg hversu hrikalegt þetta fjall er - og um leið stórkostlega flott!
Annars er aldrei að vita nema maður skelli sér þarna uppeftir í skíðaferð í vetur! Þegar kominn er einhver snjór og svona. Hehe, bara spurning hvort maður hætti sér aftur í þennan kláf... :)

Sem sagt, dagurinn í dag hefur ekki verið sá viðburðaríkasti sökum hreyfihömlunar, en annars bara hef ég það alveg ágætt :)

fimmtudagur, október 06, 2005

Kein "bella sena" heute!


Já, ég fór aldeilis fýluferð í skólann í morgun, drattaðist svooo illa sofin eldsnemma til að hitta nokkra kennara og fara svo í fyrsta ítölskutímann en neeeei. Enginn þessara kennara var við og engin kom Helga ítölskukennari, svo ég gerði mest lítið í morgun nema að bíða.

...og þó, kannski ekki fýluferð?

Bara í morgun er ég búin að kynnast stelpu sem ég veit ekkert um en hún bauð mér í partý í næstu viku, annarri stelpu sem heitir Petra og er frá Slóveníu og er í kennslufræði í Orff-Institut, strák sem heitir Fló og er að læra söng og er með hring í eyranu og svertingjanum Cornelíusi sem vill bjóða mér á kaffihús og heldur að það sé of kalt á Íslandi til að búa þar. Allt að gerast bara.

Já og svo byrja ég í þýskutímum í næstu viku - ekki byrjenda :)
Spurning hvort ég eigi að hafa bloggið mitt á þýsku héreftir kannski? Hvað segiði um það?

Jæja, ætla að leggja mig í korter áður en ég fer aftur í skólann, þarf að prófa aftur hvort ég hitti á t.d. Hr. Keckeis sem kennir Musikdramablabla eitthvað...

þriðjudagur, október 04, 2005

Blogg

Jæja, er loksins búin að setja inn restina af myndunum úr sjóræningjapartýinu góða. Og má sjá þær hér hér . Fleiri myndir munu einnig detta inn á næstunni, fylgist bara með hérna til hliðar ;)

Annars er ég bara að taka því rólega hér heima í kompunni (eins og Brynjar kallar fínu huggó íbúðina mína) minni í kvöld. Var aðeins of hress í gær (ef það er þá hægt...) - það var smá fundur hjá kennaranum mínum, henni Mörthu Sharp með öllum nemendum hennar. En hún er að kenna (ásamt mér) 6 Íslendingum! Svo fórum við öll út að borða saman á eftir og að sjálfsögðu endaði þetta í góðu geimi og ég gisti ekki heima hjá mér....

Jáms, senst bara rólegt í kvöld ... :)

Og meðan ég man, kókið hérna er ekki gott og Björk er æðisleg.

Mér er sagt...

...að það sé búið að skrá mig í Íslendingafélagið hér og setja mig í skemmtinefnd fyrir árshátíðina!

Spennó...

sunnudagur, október 02, 2005

Jahúúúú!

Sit inni á klósti í litla garconnierinu mínu - var að uppgötva að ég kemst á netið þar! Ógó hamingjusöm :)

Úff, ég gæti hangið á netinu í allan dag! Enda rigning og óskemmtilegt veður. En ég hugsa að ég hafi nægan tíma til þess seinna - var búin að ákveða að hendast á tvö nútímalistasöfn uppi á fjalli. Svo bara - l8er kiddós!

Lov jú ;)