sunnudagur, október 09, 2005

HARÐSPERRUR DAUÐANS - tatata tamm!


Sjæse bitte vúllehúnd, ég hef aldrei upplifað aðrar eins harðsperrur og í dag. Og því miður verða þær ekki farnar á morgun. Ég þarf sem sagt að styðja mig við þegar ég sest niður og stend upp og helst líka þegar ég geng. Þar að auki geng ég eins og hinn versti spýtukall, því ef ég beygi hnén of mikið gefa þau bara eftir og ég ligg flöt. Ekki alveg nógu skemmtilegt.

En ástæðan f. þessum kvölum er reyndar öllu skemmtilegri. Í gær fór hópur Íslendinga upp á fjallið Untersberg með kláf og meirihlutinn gekk niður (yngstu börnin tóku kláfinn niður aftur í fylgd fullorðna).
Fjallið Untersberg stendur rétt f. sunnan (suðvestan) Salzburg og er held ég 1.776 metrar á hæð. Niður Untersberg eru nokkrar gönguleiðir og við ákváðum að fara niður Reitweg sem er eitthvað millierfið og óhætt var að ganga niður með krakka (tveir 5 og 6 ára með í för). Þetta var hins vegar erfiðari niðurganga en við öll áttum í raun von á. Held að kannski þrisvar sinnum höfum við gengið á jafnsléttu, svona 2-4 metra í senn. Annars lá leiðin stöðugt niður á við - stöðugt. Eftir ca hálftíma var ég farin að finna titring í fótunum, sérstaklega framanverðum lærvöðvum og undir lokin lá við að ég hefði ekki stjórn á fótunum lengur. En í heildina tók niðurgangan (hahaha, ekki niðurgangurinn) sem sagt ca tvo og hálfan tíma plús tvær pásur (í samanlagt korter).

Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef á ævinni gert (en eins og þið vitið kæru vinir, þá er hún Dísin ykkar ekki alveg beint í formi...) og ég er alveg heví ánægð með mig, en líka alveg ótrúlega skemmtilegt, - útsýnið þarna var náttúrulega alveg stórkostlegt! Tók nokkrar myndir og þær eru komnar inn á myndasíðuna (veljið bara öll albúm) en því miður sýna þær ekki alveg hversu hrikalegt þetta fjall er - og um leið stórkostlega flott!
Annars er aldrei að vita nema maður skelli sér þarna uppeftir í skíðaferð í vetur! Þegar kominn er einhver snjór og svona. Hehe, bara spurning hvort maður hætti sér aftur í þennan kláf... :)

Sem sagt, dagurinn í dag hefur ekki verið sá viðburðaríkasti sökum hreyfihömlunar, en annars bara hef ég það alveg ágætt :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að skoða myndirnar,
OMG ekki fyrir lofthrædda sé ég, en þetta er rosalega fallegt.

Ég vona að þú skemmtir þér vel þarna ;) og ég hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim.... :)

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það verður haman þegar þeir loxins reisa kláfa upp á Esjuna..

1:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home