miðvikudagur, október 12, 2005

Held að konan sem vinnur hérna niðri í afgreiðslunni (hér heima hjá mér sko) viti bara ekki neitt. Allavega er hún ekki að segja mér hluti sem ég þarf að vita. Ég þarf einhvern veginn að spyrja um allt og leita allt uppi hérna, eins og uppl. um einfalda hluti líkt og internet, ruslatunnur, æfingaherbergi og þvott. Kannski hef ég átt að fá bréf eða eitthvað með svona grunnupplýsingum - en ég hef allavega ekki fengið neitt svoleiðis og það er ekki mér að kenna!
T.d. var ég að þvo í fyrsta skipti áðan (já, er bara með nóg af fötum með mér sko, hef ekkert þurft að þvo fyrr) og til þess keypti ég einhvern skrítinn lykill hjá konunni í afgreiðslunni um daginn. Ég finn loks þvottavél (sem er ekki í mínu húsi) og fylgi einföldum leiðbeiningum og set lykilinn í e-ja græju og ýti á start. Ekkert gerist. Ég prófa aftur og aftur og svo aðra vél og aldrei gerist neitt. Loks finn ég einhverja stelpu þarna á vappi og spyr - kemur í ljós að maður þarf að borga inn á lykilinn! Fara í einhverja stóra græju í öðru húsi og setja pening inn á... Hvernig í andsk. átti ég að vita þetta!? Afsakið orðbragðið...

Jæja, þetta var pirr dagsins.

Annars er ég alveg ótrúúúlega hamingjusöm og alveg ótrúúúlega glöð þessa dagana. Sérstaklega í dag. :)

Gleði gleði gleði!