fimmtudagur, október 13, 2005

Sniðugir i Austurríki!

Þegar ég kom hingað til Salz þurfti ég að fylla út svokallaðan Meldezettel hjá Útlendingaeftirlitinu, en þurfa allir þeir að gera sem ætla sér hér að dvelja lengur en í þrjá mánuði. Nú, er ég, út á þennan Meldezettel, komin með frítt bókasafnsskírteini á borgarbókasafninu og get fengið að láni geisladiska, myndbönd og DVD í tvær vikur, nótur og bækur í fjórar vikur - allt endurgjaldslaust!

Hversu mikil snilld er það?