föstudagur, október 21, 2005

sjúguppínefið!

Ég var að koma heim úr erfiðustu strætóferð sem sögur fara af (í mínu lífi allavega...). Ég þurfti að taka strætó úr ZiB niður í miðbæ, bíða þar í tíu mín og taka annan heim en nema bara hvað, ég svoleiðis hágrét alla leiðina með tilheyrandi grettum og ekkasogum. Og nú sit ég hér, rauðeyg og grátbólgin og reyni að lækna sárin með kexi og ostum...

Þetta er fyrsta skiptið sem ég finn f. einhvers konar heimþrá. En í raun langar mig ekkert heim. Mig langar bara að vera með Þórunni minni. Eftir hálftíma stígur hún á svið Íslensku óperunnar (ekki í fyrsta skipti reyndar) og frumsýnir Tökin hert e. Benjamin Britten. Og ég er að missa af því (tár tár tár)...

Veit þetta hljómar eigingjarnt, en mér finnst ósanngjarnt að í staðinn fyrir að sitja prúðbúin á óþægilegum bekkjum óperunnar þá sit ég hér ein og missi af þessu stóra og örugglega stórkostlega kvöldi heima.
Ég er reyndar kannski að fara í eitthvað partý sem ég veit ekki hvar er einu sinni, en ég er ekki beint spennt f. því, því Emma vinkona kemst ekki og ég þekki ekki marga aðra þar nema Peter, þýska skiptinemann sem mig langar ekki svo mjög að hitta (það er löng saga sem ekki allir fá að heyra...).

Æi. ég er bara svo ógeðslega leið yfir þessu (sko að missa af sýningunni, ekki yfir partýinu) að ég næ því ekki! Einhverjum finnst þetta kannski heldur lítilvægt og ég alger væluskjóða, en hún Þórunn er bara ákveðinn hluti af lífi mínu og í raun hluti af sjálfri mér! Og það er erfitt að vera ekki hjá henni núna....

En annars ég er kannski bara eigingjörn. Og ég má held ég alveg vera það - sérstaklega á hana Þórunni mína (ég á hana sjáiði til). Og ég er ógó afbrýðisöm út í ykkur sem hafið tækifæri til að umgangast hana daglega! Svo afbrýðisöm að ég er næstum því reið.
Enda er Tótulíusinn mesti snillingur á yfirborði jarðar og þó víðar væri leitað.
Og svo er hún bara svo góð stúlka og skýr, og hjartahrein og yndisleg. Og betri vinkonu er ekki hægt að eiga, hún er bara best!

Kæru lesendur, ekki halda að ég sé eitthvað bara fúl og grenjandi (þó auðvitað sé ég það svo sem, bara sakna hennar...), ofar öllu þá samgleðst ég henni Þórunni minni og vona að henni gangi sem allra best í kvöld. Og ég efast ekkert um að hún heilli alla upp úr skónum, ég veit alveg hvaða stjarna skín skærast....

1 Comments:

Blogger Greipur said...

Þetta var ekkert smá innileg lesning elsku Dísa. En bara hang in there. Þú ert að gera svo margt skemmtilegt líka ha... og annað: ég hlýt að vera einn af þeim sem fær að heyra söguna af Peter, þýska skiptinemanum, og það sem fyrst ;)

2:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home