þriðjudagur, október 18, 2005

Elsku vinir


Þið afsakið þessa bloggleti í mér en undanfarið hef ég verið býsna upptekin við aðra hluti en að hanga í fallegu tölvunni minni. Ég var nefnilega svo heppin síðustu helgi að njóta samvista þeirra Greips og Gylfa sem hingað komu í árlega haustferð. Við höfðum það alveg sérstaklega skemmtilegt, borðuðum góðan mat, drukkum góða drykki, lékum leiki, hlógum, gerðum ferðamannalega hluti (eins og að fara upp í Festung Hohensalzburg og The Original Sound of Music Tour...!), borðuðum meira og hlógum og tjah, hvað get ég sagt fleira, áttum saman góðar stundir. Takk fyrir frábæra heimsókn strákar, hún verður lengi í minnum höfð! Myndirnar koma svo (vonandi) innan skamms.

Annars er skólinn að fara á fullt þessa vikuna. Held að stundaskráin mín sé nokkurn veginn komin á hreint (eftir mikið bras) og líst mér bara vel á. Fögin sem ég er skráð í eru eftirfarandi: Gesang, Musikalische Einstudierung (meðleikur), Sprechen ("talkennsla" held ég), Italienisch (skilja allir vonandi!), Atemschulung (eitthvað varðandi öndun og öndunarfæri - aðeins einn fjórði úr einingu!), Gymnastik und Konditionstraining (...), Opernrepertoirekunde (þema: barokk), Schauspiel (leiklist), Kammerchor (erum að æfa "Quaestio aeterna - Deus, Fragen nach Gott" e. Gerhard Wimberger, tónleikar þann 10. nóvember, allir velkomnir) og einkasöngtíma í djassi. Jessöríbob.

Senst gevett gan :o)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

kúl

12:43 f.h.  
Blogger Greipur said...

Þakka þér miklu frekar elsku Dísa mín. Þetta var svo sannarlega ógleymanlegt og rosalega gaman. Ég meina, ég er oft alveg hlæjandi þegar ég hugsa um leikina og orðagrínin og uGvöð uminn ugóður hvað þetta var allt saman fyndið.

Sakneddísakn

1:33 f.h.  
Blogger Herdís Anna said...

HAHAHAHA! uguvöð uminn ugóður!!!

lov jú bits....

8:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já, þetta var svei mér ánægjulegt. Einn hápunktanna var þó þegar Greipur tapaði í þriggja manna hver-er-undir-teppinu!

7:11 e.h.  
Blogger Herdís Anna said...

HAHAHAHAHA! Já það er sannarlega einn af hápúnktunum. Ásamt "mmm ég er að kúka" svipnum góða....!

Hehehe, ég get ekki hætt að hlæja að tapinu hans Greips... Hahahahaha!
....

7:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ooohhh..æði að sjá myndir frá Salzburg,fékk algjört flashback og smá nostalgíu..! Á myndir frá nokkuð mörgum sömu stöðum og þú:D
Knús sæta

1:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey! Þokkalega illað maður, bara liinkur á mig! Því verður svarað í sömu mynt á minni síðu! Og takk fyrir kveðjuboðið á Klapparstígnum, skemmti mér konunglega þrátt fyrir að hafa staldrað stutt við. Gangi þér vel í Salsaborg (dansa þér salsa þarna einsog ég?) og hafðu það gott.

2:19 f.h.  
Blogger Herdís Anna said...

Ég dansa nottla salsa reglulega, við hvert tækifæri en mér finnst Salzararnir ekki nógu duglegir við það...

Þakka þér annars fyrir komuna í kveðjuboðið góða (sem er ansi fínt orð yfir býsna subbó partý :) ), það var gaman að þú skyldir líta við :)

Annars var nottla bara sjálfsagt að adda þér við línkalistann, var aðeins að uppfæra - þú ert nú formlega orðinn bjútífúl....!

8:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home