sunnudagur, október 23, 2005

Held að mig vanti fylgdarmann.

Ég skil ekkert hvað er í gangi með mig hérna? Ég virðist soga að mér eintóma hallærisgæja og nörda - og gamla karla!!!
Nú í morgun varð á vegi mínum fullorðinn indverji (með vefjarhött og grátt í skegginu) sem vildi endilega bjóða mér á kaffihús. Ég mætti honum á fáförnum vegi á leið úr kirkju og honum fannst ég svo falleg, vildi vita hvort ég væri ein og... Blah! Já nei nei...

Annars vil ég bara biðja ykkur kæru vinir að misskilja ekki síðustu færslu, þó ég sé bara að tala um hana Þórunni mína, þýðir það ekki að mér þyki ekki vænt um ykkur líka! Elsku Brynjar, Greipur, Laufey, Tobba, Ásta,... hvað á ég að telja marga upp? Ég er bara svo rík að eiga heilan helling af góðu fólki allt í kringum mig, og mér þykir ofsalega vænt um ykkur öll! :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já manni getur nú alveg sárnað.... Thihi! Annars stóð hún sig eins og hetja, var eiginlega bara best! já svei mér þá! thihi..

Ég elska þig líka - vildi samt frekar að þú værir bara hérna til að koma með mér í þriðja skiptið á Tökin Hert - vildi reyndar mest að ég væri líka ut í Salz, en svona er lífið... það kemur vetur eftir þennan vetur og hver veit hvar maður verður þá... thihi...

4:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home