þriðjudagur, október 04, 2005

Blogg

Jæja, er loksins búin að setja inn restina af myndunum úr sjóræningjapartýinu góða. Og má sjá þær hér hér . Fleiri myndir munu einnig detta inn á næstunni, fylgist bara með hérna til hliðar ;)

Annars er ég bara að taka því rólega hér heima í kompunni (eins og Brynjar kallar fínu huggó íbúðina mína) minni í kvöld. Var aðeins of hress í gær (ef það er þá hægt...) - það var smá fundur hjá kennaranum mínum, henni Mörthu Sharp með öllum nemendum hennar. En hún er að kenna (ásamt mér) 6 Íslendingum! Svo fórum við öll út að borða saman á eftir og að sjálfsögðu endaði þetta í góðu geimi og ég gisti ekki heima hjá mér....

Jáms, senst bara rólegt í kvöld ... :)

Og meðan ég man, kókið hérna er ekki gott og Björk er æðisleg.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað gistirðu þá... Ertu stax búin að finna prinsinn?

7:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jahérna..megum við vita? ég spyr eins og tobba..er prinsinn fundinn??

11:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Að heyra í ykkur! Hvað haldi þið eiginlega að hún sé, einhver lausaleiks drós?! Fari bara og finni strák og bara gisti heima hjá honum fyrsta kvöldið! Það er greinilegt að þið þekkið ekki hana Heddu mína nógu vel ! nei hún gerir ekki slíkt! Skammistykkar!

12:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og já - ég á þessa síðustu færlsu - Brynjar hinn ógurlegi...

12:42 f.h.  
Blogger Herdís Anna said...

Hahahaha! Segi ykkur ekkert!!! Múhahahahaha!

...nema að það er enginn Fritz í spilinu...

1:46 f.h.  
Blogger Herdís Anna said...

en ég gisti samt ekki hjá neinum strák... bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning ;) (þið vitið að mamma les þetta...)

9:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home