Ég átti alltaf eftir að segja frá hinni frábæru heimsókn sem ég fór vestur fyrir rúmri viku. Ég elti þangað kammersveitina
Ísafold til að hlusta á tvenna tónleika með grúppunni og halda henni eftirtónleikapartý í Smiðjugötunni.
Ísafjörðurinn tók að sjálfsögðu vel á móti mér á föstudagskveldi með hinu mesta fjöri í Neðstakaupstaðnum, þar sem Ranka eldaði súpu ofan í Mýrarboltalið og fleiri og Reykjavík! hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu. Ekki slæmt kvöld það, ha Greipur minn?
Laugardagurinn var svo enn meira fjör. Snemma dags var haldið inn í Tungudal að hvetja liðið Bland í poka í Evrópumeistaramótinu í
Mýrarbolta, en bróðir minn, Kristján Kontri og Steina selló spiluðu öll eitthvað með því liðinu. Þó leið ekki á löngu þar til ég var plötuð inn í liðið Nasty United með prettum. Annars var það ekki svo erfitt, innst inni blóðlangaði mig að prófa þetta! Jæja, mér voru útvegaðar stuttbuxur og bolur og svo mátti ég bara gjöra svo vel og henda mér í svaðið! Sji** ég hélt ég myndi deyja eftir fyrsta leikinn, þetta var svo fáránlega erfitt, en ákvað að spila nú einn enn, gæti ekki verið þekkt fyrir að gefast bara upp strax. Og svo kláraði ég bara, spilaði þrjá leiki. Og það var bara alveg sjúklega gaman! Og ég er ekki frá því en ég hafi bara verið nokkuð góð - allavega sagði
Birna frænka að ég ætti að íhuga að hætta þessu músík rugli og fara bara í boltann....
Því miður gat ég ekki spilað úrslitaleikinn (3.-4. sæti þ.e.a.s.) með stelpunum því ég þurfti að drífa mig heim til að þvo af mér skítinn f. fyrri tónleika Ísafoldar. Sem voru hinir skemmtilegustu. Aðalbjörg hélt svo músíköntunum matarboð í Kennarastofunni, voða fínt og svo var mikið músíkpartý uppi í Saumastofu, búin til fínasta grúppa á staðnum og sungið fram eftir kvöldi. Ég hins vegar hélt ekki lengi út þetta kvöld (í alvöru Brynjar, fór heim um eitt!), enda búin á því eftir boltann. En þess má geta að Nasty United fékk bikar fyri boltann, var valið skemmtilegasta liðið! Og hana nú! :)
Sunnudagurinn var svo alveg algjör lúxus, lá í rúminu með Mónu fram eftir degi og svo var bara rólegt, kíkt á Langa og svona. Tónleikar Ísafoldar um kvöldið voru hins vegar tær schnilld!!!!! Þeir voru svo æðislegir að ég er ekki enn búin að ná mér. Þau fluttu Folk Songs eftir Berio svo fallega með henni Guðrúnu Jóhönnu að engin orð.... - vá, ég er bara fan!
Bauð þeim svo heim í smá partý, frekar rólegt - en síðasti gesturinn sat til fjögur, voða næs bara... Svo mætti ég bara í flug daginn eftir, drullukvefuð og þreytt eftir þessa yndislegu helgi heima (GG - hhhheima!) ...