þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Helgin

Helgin síðasta var aldeilis góð og ýmislegt gert. Föstudagskvöldið var tiltölulega rólegt, kíkti aðeins á Ölstofuna þar sem Steinunn Soffía sæta Sibeliuspía hafði boðað nokkra til að knúsa bless - hún er að flytja til Finnlands í dag! Óska ég henni alls hins besta (sakn). Laugardagurinn kom svo með sól og blíðu, eyddi honum mestmegnis í Öskjuhlíðinni á æfingu. Öskjuhlíðin leynir aldeilis á sér mahr, vorum bakvið Keiluhöllina, þar eru 4 "byrgi" eða "hellar" - æðislegt að vera þarna, maður er alveg lokaður frá umheiminum og ys og þys borgarinnar. Um kveldið var svo þetta úberfína innflutningspartý hjá Laufeyju! Takk f. það Lubba og Stína :) Sumir hefðu kannski átt að slaka aðeins á í hvítvíninu, nefni engin nöfn. En partýið var gott, spjall, söngur, gleði og grátur, hehehehe :) Svo tók við pöbbarölt dauðans. Bjartur á miklar þakkir skilið fyrir skemmtilegt rölt og vil ég bara segja eitt enn - skál í botn og RESTIN Í HÁRIÐ!

Dökkhærði strákur í grænni hettupeysu!

Hey sæti strákur sem varst að bíða eftir strætó við Þjóðleikhúsið í morgun milli átta og hálfníu þegar bæði 12 og S6 komu - hringdu í mig, s: 8679340!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Kastljosið

Ætli Rob Schneider þyki kalt á Íslandi?

Gærkveldið...

- kindagærur - saumaskapur - rok - aðalstjarnan - bíó - ljósmyndarar - rex - Ryan Philippe - rassinn á Ryan Philippe - gogt - frítt - fallegar stelpur - ég ekki að fitta inn í gömlum kjól af mömmu - Rob Schneider - læst klósett - ein voða dull (H.Þ. you know what I mean) - Billy Elliot leikarinn - viðreynsla dauðans - ekki við mig - dans - slappur dj - black death í stolnum glösum - .... -

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Nýtt lúkk

Já, tók drastíska ákvörðun um að breyta lúkkinu á blogginu (ég hef mínar ástæður) og allir linkarnir duttu út! F**k....

En er þetta ekki betra svona?

Asnalegt

Það vantar strætósögurnar hennar Arndísar í S3, frekar svekkjandi.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005


36 dagar í brottför!

Wtf?!

Isafjörður og Isafold

Ég átti alltaf eftir að segja frá hinni frábæru heimsókn sem ég fór vestur fyrir rúmri viku. Ég elti þangað kammersveitina Ísafold til að hlusta á tvenna tónleika með grúppunni og halda henni eftirtónleikapartý í Smiðjugötunni.
Ísafjörðurinn tók að sjálfsögðu vel á móti mér á föstudagskveldi með hinu mesta fjöri í Neðstakaupstaðnum, þar sem Ranka eldaði súpu ofan í Mýrarboltalið og fleiri og Reykjavík! hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu. Ekki slæmt kvöld það, ha Greipur minn?

Laugardagurinn var svo enn meira fjör. Snemma dags var haldið inn í Tungudal að hvetja liðið Bland í poka í Evrópumeistaramótinu í Mýrarbolta, en bróðir minn, Kristján Kontri og Steina selló spiluðu öll eitthvað með því liðinu. Þó leið ekki á löngu þar til ég var plötuð inn í liðið Nasty United með prettum. Annars var það ekki svo erfitt, innst inni blóðlangaði mig að prófa þetta! Jæja, mér voru útvegaðar stuttbuxur og bolur og svo mátti ég bara gjöra svo vel og henda mér í svaðið! Sji** ég hélt ég myndi deyja eftir fyrsta leikinn, þetta var svo fáránlega erfitt, en ákvað að spila nú einn enn, gæti ekki verið þekkt fyrir að gefast bara upp strax. Og svo kláraði ég bara, spilaði þrjá leiki. Og það var bara alveg sjúklega gaman! Og ég er ekki frá því en ég hafi bara verið nokkuð góð - allavega sagði Birna frænka að ég ætti að íhuga að hætta þessu músík rugli og fara bara í boltann....
Því miður gat ég ekki spilað úrslitaleikinn (3.-4. sæti þ.e.a.s.) með stelpunum því ég þurfti að drífa mig heim til að þvo af mér skítinn f. fyrri tónleika Ísafoldar. Sem voru hinir skemmtilegustu. Aðalbjörg hélt svo músíköntunum matarboð í Kennarastofunni, voða fínt og svo var mikið músíkpartý uppi í Saumastofu, búin til fínasta grúppa á staðnum og sungið fram eftir kvöldi. Ég hins vegar hélt ekki lengi út þetta kvöld (í alvöru Brynjar, fór heim um eitt!), enda búin á því eftir boltann. En þess má geta að Nasty United fékk bikar fyri boltann, var valið skemmtilegasta liðið! Og hana nú! :)


Sunnudagurinn var svo alveg algjör lúxus, lá í rúminu með Mónu fram eftir degi og svo var bara rólegt, kíkt á Langa og svona. Tónleikar Ísafoldar um kvöldið voru hins vegar tær schnilld!!!!! Þeir voru svo æðislegir að ég er ekki enn búin að ná mér. Þau fluttu Folk Songs eftir Berio svo fallega með henni Guðrúnu Jóhönnu að engin orð.... - vá, ég er bara fan!
Bauð þeim svo heim í smá partý, frekar rólegt - en síðasti gesturinn sat til fjögur, voða næs bara... Svo mætti ég bara í flug daginn eftir, drullukvefuð og þreytt eftir þessa yndislegu helgi heima (GG - hhhheima!) ...

föstudagur, ágúst 19, 2005

Husrað við halsbolgu


Skv. hollráði Steinunnar Soffíu ákvað ég í gær að borða tvö hvítlauksrif fyrir svefninn. Þegar ég hafði loks komið öðru þeirra niður (sem var mjög stórt btw) gat ég ekki meira og skar hitt í tvennt og stakk þeim í eyrun skv. hollráði Eyglóar Dóru, á víst að vera mjög hreinsandi. Ekki get ég fullyrt neitt um ágæti þessa ráðs enn, en rifin gerðu allavega ekki illt verra! Prófa þetta aftur í nótt.

Ákvað í morgun að vera bara heima í dag, allt of þreytt og veik og ég má alveg vera pínu kærulaus einu sinni, þessar tryggingabeiðnir geta bara beðið fram á mánudag. Er samt næstum farin að sjá eftir því, það er svo leiðinlegt að vera veikur. Langar bara út í sólina, ganga niður Laugaveginn og hitta fallegt fólk í fallegri Reykjavík....

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Bíddu, skiptir hann líka um persónuleika?

...

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Listavaka ungs fólks á Menningarnótt




Allir að mæta á tónleika í Hallgrímskirkju milli 21 og 22.

Þar verða sex(ý) verk, þar af tvö glæný, eftir ung og upprennandi tónskáld flutt af ungu og upprennandi tónlistarfólki.

Ógó flott!!!

Jæja strákar

Sko, þó ég sé ógó pirruð út í ykkur núna, ætli að vera ýkt sjálfstæð og nenni ekki einhverju rugli, þá þýðir það ekki endilega að ég sé ekki til í einhvern smá rómans svona þegar haustar að. Segi bara eins og Dúnna frænka, af hverju er manni aldrei boðið á deit hérna?

Ekki það að ég ætli að fara að standa í einhverju langtímarugli neitt, flytjandi til útlanda og allt það, nei nei, engar áhyggjur af því.
Allavega - ef einhvern hot gæja langar í huggó dúllerí í skamma stund þá skal sá hinn sami ekki vera feiminn ... daddaraaa :)

laugardagur, ágúst 13, 2005

Segið mer

Krakkar mínir!
Segið mér hvað er best í heimi?!!!

Elska Isafjörð!

Hér er sko bara gan að vera! Var að koma heim af fínasta djammi, matur og bjór í neðsta, rosa gan, Reykjavík að spila og fullt af fólki, hahaha og Bóas hélt að ég væri kærastan hans Greips (ekki í fyrsta sinn að einhver heldur það). Svo bara djamm með Daníeli hljómsveitarstjóra og Kristjáni kontra (myndi setja inn link ef ég kynni og ef ég nennti), á Langa. Þokkalega fínt stuð sko. Hitti helling af skemmtilegum ísfirðingum og spjallaði hell við skemmtilegt fólk. Dýrka Ísafjörð, svo fallegur bær.

Núna er það sko bara pulla í smiðjó, ýkt hammó! Við móna lísa deilum ánægjunni af að hitta hvor aðra, þvílíkir ástarfundir. Svo sé ég hana örugglega ekki aftur fyrr en um páskana.

Var næstum komin í lið í mýrarboltanum á morgun. Við Danni, Kristján, Ella Vala og Steina ætluðum að spila sem Sexý liðið (það eru sko sex í liði ... vantaði bara einn. undirnafnið var Doremífasóle... ) en þá var of seint að skrá nýtt lið. Svo þeir sem vilja (danni og krissi) ganga inn í liðið bland í poka (ásamt mínum yndó bróður) sem liðsmenn eða varamenn. Ég hugsa að ég kannski bara sofi út...

En allavega, eins og áður var sagt, elska ísafjörð! best í heimi!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Vel heppnað....

Ókei, stjúpid!

Ísafjörður - HERE I COME!!!

Komst að því að það er bara helv. fínt að mála sig í strætó á leið til vinnu. Mjög hentugt. Annað hvort getur maður þá sofið fimm mín. lengur, eða bara farið á lappir í rólegheitunum og svona, tekið sér meiri tíma í allt. Algjör snilld.
Samt - gott sleppa eyelinernum. Það er þá hægt að bæta honum við þegar á áfangastað er komið. Já þetta var tímasparnaðarráð í boði Dísu í tilefni af því að hún svaf yfir sig í gær.

Jæja, fer í flug beint eftir vinnu, taskan undir borði, all set. Sjáumst þar!

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Úbbossi



Vá, sorrí hvað síðasta blogg var langt (helgin var bara svo úberskemmtilegt) og til hamingju til ykkar sem nenntuð og náðuð að klára að lesa það!

Allavega, hér á Klapparstígnum er allt að gerast, þrif í fullum gangi. Er komin langt á leið með að taka til hér í íbúðinni og er núna að einbeita mér að því að þrífa hurðirnar og gólflistana blessuðu. Jáh, hver segir að þrif séu ekki skemmtileg?

Dagskrá helgarinnar er mjög spennandi og mæli ég með að allir landar mínir geri sér ferð vestur á Ísafjörð. Þar fer fram heimsmeistaramót? eða allavega eitthvað mót í Mýrarbolta - fótbolti í mýri, og einnig er kammersveitin Ísafold að sækja bæinn heim með tvenna tónleika, lau og sun, ógó flott dagskrá þar á ferð :)
Ég læt þetta allavega ekki fram hjá mér fara og býð vinum í eftirtónleikapartý á sunnudag í Smiðjó ;)

mánudagur, ágúst 08, 2005

Drottning helgarinnar!

Helgin var stórkostleg!

Fjörið hófst nú bara strax eftir vinnu á föstudag, þar sem ég var með gesti hjá mér, hann Greip og sænsku "Ísfirðingana" þau Mark og Viviku. Við skelltum okkur í mat á Næstu grösum og að sjálfsögðu var drukkið hvítvín með matnum. Þá lá leiðin bara heim á Klapparstíg þar sem við skemmtum okkur langt fram eftir kvöldi ásamt fleiri góðum gestum, m.a. Hauki brasilíufara, Þórunni pæju, Brynjari gæja (konungurinn minn :), Laufeyju og Þorbjörgu, Pétri og Skúla og mörgum öðrum sem ég man ekki einu sinni eftir (enda nóg af því hvíta á þessum bæ - þá er ég að tala um vökva, ekki duft!)
Að sjálfsögðu endaði geimið í bænum um nóttina þar sem við reyndum að kenna Hauki hvar skemmtilegast væri að djamma. Þó var, eins og oft er, ekki nærri jafn gaman í bænum og hér heima.

Laugardagurinn hófst akkúrat þegar Hallgrímskirkjuklukkan sló tólf. Þá fóru allir á fætur á mínu heimili. Dagurinn var eðli málsins samkvæmt frekar þunnur og dramatískur (hmm einhverjir vita hvað ég á við...) en þrátt fyrir það hin besta skemmtun. Við Brynjar skelltum okkur á Laugaveginn til að fylgjast með Gleðigöngunni miklu, þar sem hann ætlar að vera með atriði að ári. og loksins fékk ég að sjá alla sætu "hommavinina" (híhí) hans sem maður hefur nú heyrt svo margt um. Já, svo fylgdumst við auðvitað með dagskránni í Lækjargötu, en atriðin voru soldið svona mis.... Fílaði þó norsku sjónvarpsstjörnurnar í ræmur og svo fannst mér Namos frá Berlín bara þokkalega forvitnilegur!
Kvöldið fór þó býsna hægt af stað, sökum, tjah, þreytu bara (ehemm). Horfði á (dottaði yfir) Zoolander með sæta parinu (jú nó hú) en drattaðist svo loks á lappir til að dressa mig upp. Því ég var búin að lofa Brynjari að kíkja með honum til Árna Heimis. Jújú, og það var bara þetta fínasta innflutningspartý hjá honum, flott íbúð (Jóhann stórglæsilegur) og góðar veitingar. Fórum svo í roknastuð til Bjartmars þar sem tvisvar tókst að hella yfir makkann á mér rauðvíni, frábært. En þrátt f. það var þetta stórkostlegt partý, takk f. mig :). Þaðan lá leiðin loks á Nasa, á Gay Pride ballið mikla. Þangað fór ég með Brynjari konungi, Helga Þór hot hot hot og ehemm, Klöru Ísfeld (hehehe... bella sena... :). Þar hitti ég svo fyrir fleiri góða vini, þ.á.m. Hreiðar Inga, en við enduðum sem mestu dansfífl kvöldsins (að eigin mati), rokkuðum alla nóttina þar til ballinu lauk með því ótrúlega lagi (týpískt f. okkur Hreiðar, fengum bæði tárin í augun), Thank you for the music.
Jájá, svo hélt maður bara heim á leið... :)

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Parteeeei!

Partý hjá mér á föstudaginn!
Vertu þar eða vertu ferkantaður ;)