Úbbossi
Vá, sorrí hvað síðasta blogg var langt (helgin var bara svo úberskemmtilegt) og til hamingju til ykkar sem nenntuð og náðuð að klára að lesa það!
Allavega, hér á Klapparstígnum er allt að gerast, þrif í fullum gangi. Er komin langt á leið með að taka til hér í íbúðinni og er núna að einbeita mér að því að þrífa hurðirnar og gólflistana blessuðu. Jáh, hver segir að þrif séu ekki skemmtileg?
Dagskrá helgarinnar er mjög spennandi og mæli ég með að allir landar mínir geri sér ferð vestur á Ísafjörð. Þar fer fram heimsmeistaramót? eða allavega eitthvað mót í Mýrarbolta - fótbolti í mýri, og einnig er kammersveitin Ísafold að sækja bæinn heim með tvenna tónleika, lau og sun, ógó flott dagskrá þar á ferð :)
Ég læt þetta allavega ekki fram hjá mér fara og býð vinum í eftirtónleikapartý á sunnudag í Smiðjó ;)
1 Comments:
Eins og ég elska fjörðinn fagra verð ég að boða forföll í þetta party, þrátt fyrir að party í smiðjunni séu ávalt til sóma! Ég neyðist til að vera sunnan heiða að lána peninga og uppfræða fólk um hin ýmsu bankamál! Þín verður þó sárt saknað Dísin góða...
Skrifa ummæli
<< Home