föstudagur, ágúst 19, 2005

Husrað við halsbolgu


Skv. hollráði Steinunnar Soffíu ákvað ég í gær að borða tvö hvítlauksrif fyrir svefninn. Þegar ég hafði loks komið öðru þeirra niður (sem var mjög stórt btw) gat ég ekki meira og skar hitt í tvennt og stakk þeim í eyrun skv. hollráði Eyglóar Dóru, á víst að vera mjög hreinsandi. Ekki get ég fullyrt neitt um ágæti þessa ráðs enn, en rifin gerðu allavega ekki illt verra! Prófa þetta aftur í nótt.

Ákvað í morgun að vera bara heima í dag, allt of þreytt og veik og ég má alveg vera pínu kærulaus einu sinni, þessar tryggingabeiðnir geta bara beðið fram á mánudag. Er samt næstum farin að sjá eftir því, það er svo leiðinlegt að vera veikur. Langar bara út í sólina, ganga niður Laugaveginn og hitta fallegt fólk í fallegri Reykjavík....