Drottning helgarinnar!
Helgin var stórkostleg!
Fjörið hófst nú bara strax eftir vinnu á föstudag, þar sem ég var með gesti hjá mér, hann Greip og sænsku "Ísfirðingana" þau Mark og Viviku. Við skelltum okkur í mat á Næstu grösum og að sjálfsögðu var drukkið hvítvín með matnum. Þá lá leiðin bara heim á Klapparstíg þar sem við skemmtum okkur langt fram eftir kvöldi ásamt fleiri góðum gestum, m.a. Hauki brasilíufara, Þórunni pæju, Brynjari gæja (konungurinn minn :), Laufeyju og Þorbjörgu, Pétri og Skúla og mörgum öðrum sem ég man ekki einu sinni eftir (enda nóg af því hvíta á þessum bæ - þá er ég að tala um vökva, ekki duft!)
Að sjálfsögðu endaði geimið í bænum um nóttina þar sem við reyndum að kenna Hauki hvar skemmtilegast væri að djamma. Þó var, eins og oft er, ekki nærri jafn gaman í bænum og hér heima.
Laugardagurinn hófst akkúrat þegar Hallgrímskirkjuklukkan sló tólf. Þá fóru allir á fætur á mínu heimili. Dagurinn var eðli málsins samkvæmt frekar þunnur og dramatískur (hmm einhverjir vita hvað ég á við...) en þrátt fyrir það hin besta skemmtun. Við Brynjar skelltum okkur á Laugaveginn til að fylgjast með Gleðigöngunni miklu, þar sem hann ætlar að vera með atriði að ári. og loksins fékk ég að sjá alla sætu "hommavinina" (híhí) hans sem maður hefur nú heyrt svo margt um. Já, svo fylgdumst við auðvitað með dagskránni í Lækjargötu, en atriðin voru soldið svona mis.... Fílaði þó norsku sjónvarpsstjörnurnar í ræmur og svo fannst mér Namos frá Berlín bara þokkalega forvitnilegur!
Kvöldið fór þó býsna hægt af stað, sökum, tjah, þreytu bara (ehemm). Horfði á (dottaði yfir) Zoolander með sæta parinu (jú nó hú) en drattaðist svo loks á lappir til að dressa mig upp. Því ég var búin að lofa Brynjari að kíkja með honum til Árna Heimis. Jújú, og það var bara þetta fínasta innflutningspartý hjá honum, flott íbúð (Jóhann stórglæsilegur) og góðar veitingar. Fórum svo í roknastuð til Bjartmars þar sem tvisvar tókst að hella yfir makkann á mér rauðvíni, frábært. En þrátt f. það var þetta stórkostlegt partý, takk f. mig :). Þaðan lá leiðin loks á Nasa, á Gay Pride ballið mikla. Þangað fór ég með Brynjari konungi, Helga Þór hot hot hot og ehemm, Klöru Ísfeld (hehehe... bella sena... :). Þar hitti ég svo fyrir fleiri góða vini, þ.á.m. Hreiðar Inga, en við enduðum sem mestu dansfífl kvöldsins (að eigin mati), rokkuðum alla nóttina þar til ballinu lauk með því ótrúlega lagi (týpískt f. okkur Hreiðar, fengum bæði tárin í augun), Thank you for the music.
Jájá, svo hélt maður bara heim á leið... :)
3 Comments:
Jahérna - ætla ég að vera mað atriði að ári já?! Ertu að tala um þegar ég fer úr fötunum og syng ættjarðarlög? Jájá ef þú kallar það atriði þá nó problem! ;-)
Takk fyrir snilldar helgi kæra kona - veitti því samt athygli að það er ein staðreyndavilla í textanum - og þú veist án efa hver hún er ,-)
hehehe jájájá brynjar minn!
jájájájá hahahaha!
samt ekki villa beint. ég klára ekki skiluru. "...hélt..."
hmm ha?
Skrifa ummæli
<< Home