þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Helgin

Helgin síðasta var aldeilis góð og ýmislegt gert. Föstudagskvöldið var tiltölulega rólegt, kíkti aðeins á Ölstofuna þar sem Steinunn Soffía sæta Sibeliuspía hafði boðað nokkra til að knúsa bless - hún er að flytja til Finnlands í dag! Óska ég henni alls hins besta (sakn). Laugardagurinn kom svo með sól og blíðu, eyddi honum mestmegnis í Öskjuhlíðinni á æfingu. Öskjuhlíðin leynir aldeilis á sér mahr, vorum bakvið Keiluhöllina, þar eru 4 "byrgi" eða "hellar" - æðislegt að vera þarna, maður er alveg lokaður frá umheiminum og ys og þys borgarinnar. Um kveldið var svo þetta úberfína innflutningspartý hjá Laufeyju! Takk f. það Lubba og Stína :) Sumir hefðu kannski átt að slaka aðeins á í hvítvíninu, nefni engin nöfn. En partýið var gott, spjall, söngur, gleði og grátur, hehehehe :) Svo tók við pöbbarölt dauðans. Bjartur á miklar þakkir skilið fyrir skemmtilegt rölt og vil ég bara segja eitt enn - skál í botn og RESTIN Í HÁRIÐ!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvað meinaru? Við vorum góðar;)

6:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

í hvítvínu..

6:05 e.h.  
Blogger Herdís Anna said...

Hahaha ég var ekki að meina þig Lúfí mín! ;)

6:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nei..en við vorum báðar mjög góðar.. eða ertu kannski að tala um hvoruga okkar... :) þá er ég sammála:)

4:39 e.h.  
Blogger Herdís Anna said...

hahaha ég nefni engin nöfn! en ég er að tala um þá sem bæði tók nett grátkast og lagði sig í korter... þú skilur mig þá lubbsan mín... :)

9:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home