Elska Isafjörð!
Hér er sko bara gan að vera! Var að koma heim af fínasta djammi, matur og bjór í neðsta, rosa gan, Reykjavík að spila og fullt af fólki, hahaha og Bóas hélt að ég væri kærastan hans Greips (ekki í fyrsta sinn að einhver heldur það). Svo bara djamm með Daníeli hljómsveitarstjóra og Kristjáni kontra (myndi setja inn link ef ég kynni og ef ég nennti), á Langa. Þokkalega fínt stuð sko. Hitti helling af skemmtilegum ísfirðingum og spjallaði hell við skemmtilegt fólk. Dýrka Ísafjörð, svo fallegur bær.
Núna er það sko bara pulla í smiðjó, ýkt hammó! Við móna lísa deilum ánægjunni af að hitta hvor aðra, þvílíkir ástarfundir. Svo sé ég hana örugglega ekki aftur fyrr en um páskana.
Var næstum komin í lið í mýrarboltanum á morgun. Við Danni, Kristján, Ella Vala og Steina ætluðum að spila sem Sexý liðið (það eru sko sex í liði ... vantaði bara einn. undirnafnið var Doremífasóle... ) en þá var of seint að skrá nýtt lið. Svo þeir sem vilja (danni og krissi) ganga inn í liðið bland í poka (ásamt mínum yndó bróður) sem liðsmenn eða varamenn. Ég hugsa að ég kannski bara sofi út...
En allavega, eins og áður var sagt, elska ísafjörð! best í heimi!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home