föstudagur, september 30, 2005

Langt blogg frá Salz - ferðasagan...

Þegar þetta er skrifað sit ég á Segafredo rétt hjá aðalgötunni hérna í Salzburg, Getreidegasse (en þar er senst Mozartgeburtshaus staðsett - beint á móti Mango). Þessi dagur hefur verið ansi langur, vaknaði í ókunnugu rúmi, við hliðina á henni Sabinu, kl. 7 að staðartíma (það er 5 að íslenskum). Jáh, það er nú býsna löng saga þar að baki og ég ætla að skrifa hana alla (þó hún sé kannski ekki svo skemmtileg - bara sorrí, tölvan er besti vinur minn í dag...). Svo þið sem eruð í tímaþröng getið hætt að lesa hér :)

Ferðin hófst í gærmorgun um fimmleytið (að ísl. tíma). Þá lögðum við pabbi í ´ann til Keflavíkur og nokkrum tímum seinna lenti ég á Stansted, 25 mín á undan áætlun eins og ég hef þegar sagt frá - voða gaman.... Dvölin þar var þó ekki svo slæm, tölvan hélt mér í stuði - þar til hún varð batteríslaus. (Ég gerði dauðaleit að innstungum, fann þær loksins hinum megin við tollinn (alveg sérstakur bás “plug-in, log-in”) en audda öðruvísi innstungur...!) En loks var haldið af stað til Salzburgar (já og ég þurfti að borga helv. yfirvigt f. 6 kg (konan gaf mér eitt)). Þar lenti vélin 20 mín á undan áætlun (hvað er með það - aldrei lent í þessu fyrr!) og stuttu síðar var ég komin upp í taxa. Hann skutlaði mér í Billrothstraβe 10-18 þar sem ég á víst að búa.
Ég vissi svo sem ekkert hvernig ég kæmist inn eða hvort ég væri búin að fá herbergi, en ég hafði sent e-mail síðastl. mánudag að spyrja um þetta. Hún Elisa svaraði mér að það yrði ekkert mál að komast inn þó það væri kvöld, hún myndi athuga hvort hún fengi ekki einhvern nemanda til að taka á móti mér með lykilinn minn og ætlaði að láta mig vita á miðvikudag. Ég heyrði ekkert aftur frá henni svo ég bara vissi ekki neitt.
En ég var heppin, húsið var ólæst. Ég fer inn og skoða mig um, leita að einhverjum en rek þá augun í einhverja tölvugræju þar sem ég (er svo mikill tölvunörd) finn nafnið mitt og herbergisnúmer! Já, ég á greinilega herbergi þarna nr. 601! Þá heyri ég mannamál og geng á hljóðið, jú, haldiði að það sé ekki bar (þess vegna var opið!) þarna f. innan eitthvað gallerí (já, listgallerí - reyndar ljót listaverk en það er allt önnur Ella), - bar með pool og dæmi, og ég bara fæ barþjóninn til að hjálpa mér. Hann kannast ekkert við neina Elisu eða nafnið mitt en ég sýni honum nafnið mitt í tölvugræjunni og hann segir mér hvernig ég finni herbergið mitt. Það er senst uppi á annarri hæð í þessari sömu byggingu og ég er enga stund að finna það, en það er að sjálfsögðu læst. Þá finn ég einhvern gaur þarna á ganginum og spyr hann hvort hann kannist eitthvað við eitthvað og hann veit ekkert en bendir mér á að banka á nr 614, þar búi konan sem þrífi heimavistina, hún gæti kannast við málið. Ég banka og til dyra kemur góðleg eldri kona og dóttir hennar, sem hlýtur að vera í eldri kantinum (komin með grátt í vanga en engin leið að segja til um aldur þó) og er greinilega eitthvað mis-svona. (Vó! - innskot - það var maður að blikka mig hérna! og dást að tölvunni minni! Ertu ekki að grinast í mér? Og hann er með strípur! Fullorðinn karlmaður... Ég meinaða sko... Jæja, áfram með söguna:) Ég útskýri málið fyrir góðlegu konunni (n.b. á þýsku, hún lítur ekki út fyrir að tala mikla ensku) og hún veit ekki neitt, og í ljós kemur að hún vinnur ekki á þessari heimavist heldur Evrópuheimavistinni og er því ekki með neina lykla. Við förum aftur niður og tölum við barþjóninn, en þau geta ekkert gert f. mig og ég (kófsveitt af labbinu með 40 kílóin mín upp og niður fullt af tröppum) er við það að fara að háskæla þegar barþjónninn útskýrir f.mér hvernig ég komist á næsta hótel. Heyrðu, þá bara býður góða konan mín mér að gista hjá sér og dóttur sinni og að sjálfsögðu gat ég ekki afþakkað það ótrúlega boð, og hún tók heldur ekki annað í mál svo ég enda í kakói og smákökum uppi í stofu hjá henni (yfir einhverjum furðulegasta sjónvarpsþætti EVER! - í alvöru, ímyndið ykkur íslenskan talk show, með Gísla Marteini eða Hemma Gunn og Evu Maríu í risastórri leikmynd með fullt af áhorfendum í sal - og allt er í söngleikjaformi! - vá, bara vírd sko...). En héreftir ætla ég að kalla þessa góðu cleaning lady ömmu mína (í laumi sko) en ég veit ekki hvað hún heitir (já, alveg glötuð ég veit), en við erum að tala um að amma góða gekk úr rúmi f. mig og svaf á hörðum svefnsófa í stofunni! Og ég svaf í rúmi hennar og dótturinnar - þær sofa saman í tvíbreiðu sko. ( - Vó, hann er að stara á mig sko! Hvað er að?!)
Við spjölluðum svolítið á þýsku yfir smákökunum og ég kemst að því að þær koma frá Bosníu (þess vegna náum við svona vel saman á þýskunni, allar frekar slappar í henni) dóttirin sem heitir Sabine, er að læra þýsku og vinnur hjá póstinum (held ég) og amma á son sem býr í Bandaríkjunum með tvö börn, 11 og 5 ára. En ömmu fannst ég tala svona líka fína þýsku, “Dein Deutsch ist super!” sagði hún, og Sabine hélt ég væri múslimi og finnst ég hafa “sehr schöne figur”. Og þar hafiði það elskurnar mínar!

Jæja, þetta er orðið alltof langt en ég hef bara svo margt að segja frá og engan að tala við! - þetta var bara gærdagurinn. Dagurinn í dag hefur einnig verið býsna viðburðaríkur en ég hugsa að þetta sé nóg handa ykkur í bili.
Veriði nú dugleg að ímeila mér um allt sem ykkur dettur í hug og ég lofa að reyna að svara eftir bestu getu! :)

Annars bara líður mér vel....

fimmtudagur, september 29, 2005

Klukk klukk klukk

Jæja, ég er víst búin að fá einhver klukk og er því búin að setja hérna nokkur atriði í fljótu bragði. Og ég ætla bara að drífa mig að henda þeim inn því tölvan mín elskulega, hún Dísa Junior er að verða batteríslaus!

1. Ég drekk ekki mjólk. Ekki eintóma senst. Ég borða samt mjólkurvörur eins og skyr og ost og soleis, og ég nota mjólk út á seríós og kornfleks. Og kókópöffs þegar það er í boði.

2. Ég sit núna við hliðina á Þjóðverjum (hmm eða þýskumælandi unglingum allavega) og ég skil ekkert hvað þau eru að tala um. Ég held þau hafi verið að tala um jólin og schnitzel. Næstu fjóra mánuði þarf ég að bjarga mér á þýsku. Óskið mér góðs gengis ...

3. Ég er ógó lofthrædd. Skringilega lofthrædd sko. Ég er t.d. hrædd á mjóum stigum eða tröppum (ef það er ekki handrið…) og sundlaugarstökkpöllum.

4. Mér finnst ekkert meira pirrandi (og eiginlega kannski frekar svekkjandi) en dónalegt fólk í þjónustustörfum.

5. Ég er með ofsa ljót orð á heilanum ( vil ekki skrifa þau hérna) og líka orðið “hot” og nota þessi orð í gríð og erg. Sérstaklega þó orðið "hot". Enda þekki ég nottla svo margt fólk sem er bara svo gegt hot!


Jæja, komið, klukka Laufeyju mína, Tómas bró (farðu að setja eitthvað á síðuna þína fíbblið þitt - elska þig!), Tinnu (man ekki hvort var búið að klukka þig...), Birnu frænku og Höska - klukkiklukk!

...svo í lokin, ein staðreynd enn:
6. Ég verð örugglega komin með legusár á rassinn í kvöld eftir margra tíma setu í tveimur flugvélum og hér á Stansted. Ekki gott. Hugsið til mín!

Hahahaha, hann Brynjar er baaara fyndinn sko - Brynjar, ég elska þig svo heitt (...að mig sundlar og verkjar...)!

London baby!

Jæja, nú er ég lent í Lundúnum og guess what - flugið var 25 mínútum á undan áætlun! Ég hef bara aldrei lent í þessu áður. Svo ég þarf að bíða ca sex og hálfan tíma í stað sex, gaman gaman.

Ég er annars hress sko, nenni bara ekki að bíða eftir tjékkin-inu, ekki alveg nógu huggó hérna frammi á Zone G sko. Vona bara að ég geti tékkað mig inn sem fyrst og losað mig við þessa risa tösku sem btw endaði í tæpum tuttuguogtveimur kiloum – sem þýðir yfirvigt hjá Ryanair.com, því miður. En só bí it bara… Hvernig á mahr í ósköpunum líka að flytja til útlanda með aðeins 35 kg í farteskinu (incl. handfarangur)?! Nei, það er bara ekki hægt. Mér fannst ég einmitt býsna góð í að skilja dót eftir! Reyndar pakkaði ég líka í litla aukatösku fyrir hann Greip sem kemur ásamt Gylfa þann 14. Október (þá verður nú kátt í höllinni!)…

Jæja, ætla að tékka á skjánum.... L8er!

p.s. fer að vinna í klukkinu - kemur örugglega f. brottför til Salzburgar!

miðvikudagur, september 28, 2005

Blendnar tilfinningar!

Jæja kiddós! Nú sit ég hér á Klappó og reyni að pakka fyrir þessa fjögurra mánaða búsetu í Austurríki. Get ekki sagt annað en þetta sé ansi skrítið. Krakkarnir sennilega á leiðinni til að knúsa mig bless og ég fer örugglega að hágrenja, og það væri ekki í fyrsta skipti í dag sem stutt er í tárin! Ohh, krakkar mínir.... Er bara í skrítnu skapi... Ekki hálfur sólarhringur í brottför! Söss...

Vá, ég læt eins og þetta sé bara eitthvað end of an era eða eitthvað! Eða eitthvað - eða eitthvað... ég veit ekki hvað þetta er
Sorrí kiddós....

Ég get náttúrulega ekki neitað því að ég er alveg orðin pínu spennt, og meira að segja rúmlega það, og eiginlega bara allt í einu, þetta er allt í einu orðið svo raunverulegt. Hlakka nú alveg pínu til að ganga um fögur stræti Saltborgar, borða Mozartkúlur og syngja óperuaríur. Og svo má ekki gleyma markmiði ferðarinnar, að ná mér í ríkan prins (allavega aðalborinn pilt) og láta hann bjóða mér að skoða með sér Evrópu og fara á óperusýningar, hehe... Gott plan :)

Jæja - pakka - núna!

mánudagur, september 26, 2005


Ég er rétt byrjuð að setja inn myndir úr partýinu góða og þær má finna hér. Fleiri myndir má finna á síðunni hans Egils gæja, mjööög skemmtilegar :)
Annars þætti mér voða gaman að þið sætu sjóræningjar sem tókuð myndavélina ykkar með í partýið, sentuð mér myndirnar ykkar á herdisanna@gmail.com - eða bara slóðina ef þær eru á netinu.

Annars bara hress sko...

laugardagur, september 24, 2005

Yoho kæru félagar!


Elsku sjóræningjarnir mínir, þakka ykkur endalaust fyrir að koma til mín í gær, vera svona flott dressuð og skemmtileg, taka þemað svona með trompi og gera kvöldið alveg ógleymanlegt fyrir mig. Það á eflaust eftir að ylja mér um hjartaræturnar á köldum, einmanalegum kvöldum í stræti Billroths næstu mánuðina. Úff, það var svo gaman :)

Ég verð að minnast sérstaklega á mína einstöku vini, Þórunni (Esmeröldu) og Brynjar (hahaha, Mr. Mulledy) fyrir alla hjálpina við undirbúninginn og allt það, fyrir snilldarlega kokteilagerð (annað eins hefur ekki sést né smakkast hér á Klapparstígnum!) og fyrir að vera svona eins og þau eru (....bara, engin orð fá ykkur lýst krakkar, sorrý....)! Elska ykkur svo oooofurheitt!
Bestu þakkir á hún móðir mín kær einnig skilið. Eiginlega bestu þakkir allra. Jújú, haldiði að þessi ofurkona hafi ekki tekið sig til og tekið til í rónabælinu meðan ég lagði mig seinni partinn! Og ég tek það fram að ég bað hana um að gera það ekki... Ótrúleg manneskja. Og hún átti sko líka allan heiður að grænmetisbökkunum góðu í gær (ggg). Þá er bara eftir að skúra 190 fermetra af klístri af gólfunum (ógÉð), gegt gan :) En já, mamma, veit að þú lest þetta eflaust - ÞÚSUND ÞAKKIR!!!

Jæja, Kaptein Dísu (sem er í skýjunum) hungrar í mat og kveður að sinni,
Yfir og út!

miðvikudagur, september 21, 2005

þriðjudagur, september 20, 2005

HAHAHAHAHA!

Ég hló svo mikið að þessu að ég fékk tár í augun og harðsperrur í magann!

sunnudagur, september 18, 2005

Ég er svo mikill tölvunörd :)

Er að setja inn myndir frá Bergen, það er linkur á þær hér til hliðar! Svo koma vonandi fleiri í bráð, gaman gaman :)

Skelltum okkur á Kabarett í kvöld, very gooood og mjög gan. En ég get sagt ykkur það að ég fór næstum beint heim og fór bara í náttfötin og sit hér ein heima að nöllast! Fyrsta laugardagskvöldið í leeeengri tíma sem Ölstofan verður að vera án mín (f.utan nottla þegar ég var í Bergen) og það er varla að ég kunni þetta! Hehehe, neinei, þetta er sko bara næs :) Og það er ekki verra að ég keypti yfrið nóg af fríhafnarnammi, mmmmm..... :) Jájájá, bara góð stemning, drittkul mand!

laugardagur, september 17, 2005

Ýkt töffað!

föstudagur, september 16, 2005

"Hver var að æla?!"

Jæja, þá er ég komin heim í fínu fínu íbúðina að Klapparstíg. Tóta og Brynjar voru sætust í heimi þegar þau sóttu mig á völlinn og komu mér þvílíkt á óvart! Reyndar lét ég þau bíða í ca 40 mín, þar sem ég hitti Önnu frænku á vellinum og hún bauð mér einn kaldan, ég hélt að Tommi bró væri að sækja mig og ég þyrfti ekkert að flýta mér hehehe...

En Bergen var sko drittkul! Já, þokkalega ravkul! Námskeiðið var vel heppnað í ... flesta staði (hvað var málið með samlokurnar í hádeginu?), kennararnir ofsalega fínir, mjúsikin vibbó falleg og samnemendurnir, tjah hvað er hægt að segja? bara brill!
Ég er að vinna í að skella inn myndum hér á síðuna, kemur vonandi bráðum (ég keypti mér sko ógó flotta Canon Ixus 50 á voða fínu tilboði :).
Já, Bergen er falleg borg, við vorum reyndar afskaplega upptekin á námskeiðinu, en náðum þó alveg að skoða ýmislegt og skemmta okkur. Ég var svo snjöll að fara með regnkápu út, en ekki það snjöll að taka líka stígvél og regnhlíf því aðra eins rigningu hef ég aldrei séð! Það rignir jú mikið í Bergen en við lentum í mestu rigningu þar í 100 ár, svo þið getið ímyndað ykkur táfýluna í tónlistarskólanum hehe...

Jæja, er eitthvað voða löt að skrifa og óskemmtileg svo ég læt þetta gott heita í bili, fannst ég bara verða að segja eitthvað :)
Nóg að gera annars, matarboð hjá Lubbs í gær, veisla í dag, Kabarett í kvöld, heimsóknir og Woyzeck á morgun o.s.frv...........

Au revoir mes amis!

þriðjudagur, september 13, 2005

þriðjudagur, september 06, 2005

Hann á afmæli í dag!

Vil hefja þetta blogg á því að óska mínum heitt elskaða litla (ræsk, stóra) bró til hamingju innilega með tvítugsafmælið! Vona að þú njótir dagsins TT :)

Gleði, gleði, gleði ríkir þessa dagana í lífi mínu!

Á morgun skal ég til Bergen að syngja falleg lög, svo að næstu 8 dagana verður lítið um blogg (þið megið gjarnan kommenta á meðan um hvað þið saknið mín...). Já, ég er að fara á Grieg festival að læra hvernig á að flytja norsk, sænsk og finnsk sönglög. Hlakka mikið til og namm, þetta er svo falleg mjúsík!

Svo kem ég heim eftir rúma viku og þá er heldur betur nóg framundan, septembermánuður er hlaðinn spennandi hlutum, leikhúsferðum og partýjum og fleira. Dagskráin verður þétt setin þar sem ég hef ekki svo langan tíma eftir hér á landi. Svo ef þið viljið hitta mig - vinsamlega pantið tíma í 867 9340 ;)

Undanfarnir dagar voru þá hver öðrum betri. Í gær var stórkostlega flott matarboð (namminamm!)á Klappó í boði Ragnars bróður. Mikið var hlegið og borðað og Anna frænka sagði okkur margar góðar sögur frá fyrri tíð. Hún hefur nú lifað tímana tvenna. ...

Svo var helgin alveg stórkostlega menningarleg, ég var virkur áhorfandi á Dansfestivali með Greipi, og á sunnudag fórum við Brynjar og Greipur á Annie (hlógum eins og vitleysingar, næstum því vandræðalegt). Já, mikið var það gaman! Þórunn Arna mín átti enn og aftur stórkostlegan leik í hlutverki Sússu súpu - algjör senuþjófur!
En laugardagskvöldið stóð nú upp úr með ÁM 2005 - Álfatúnsmótið í fótbolta! Stórkostlegt mót og stórkostlegt partý! Ég vil óska nýbökuðum hjónunum, Ebbu og Einari endalausrar hamingju og velfarnaðar um leið og ég þakka þeim fyrir velheppnað "brúðkaupspartýfótboltamót"! Já, þetta er aldeilis ljúfa lífið!

En back to work, foxy lady kveður að sinni...

sunnudagur, september 04, 2005

Allt að gerast a Klapparstignum!


laugardagur, september 03, 2005

Allir að kvitta fyrir komu sina!

Það eru greinilega fleiri en ég hélt að lesa þetta blessaða rugl hérna, komment frá Tobba og alles.
Mér þætti mjög vænt um ef allir sem lesa þetta skrái nafnið sitt hér í kommentakerfið (kann ekkert að setja inn gestabók) svo ég hafi einhverja hugmynd um hvað er í gangi! ;)

Takk

fimmtudagur, september 01, 2005

Bergen 2005


Ég er að fara til Bergen á miðvikudag, ligga ligga lái!!! :)