fimmtudagur, september 29, 2005

London baby!

Jæja, nú er ég lent í Lundúnum og guess what - flugið var 25 mínútum á undan áætlun! Ég hef bara aldrei lent í þessu áður. Svo ég þarf að bíða ca sex og hálfan tíma í stað sex, gaman gaman.

Ég er annars hress sko, nenni bara ekki að bíða eftir tjékkin-inu, ekki alveg nógu huggó hérna frammi á Zone G sko. Vona bara að ég geti tékkað mig inn sem fyrst og losað mig við þessa risa tösku sem btw endaði í tæpum tuttuguogtveimur kiloum – sem þýðir yfirvigt hjá Ryanair.com, því miður. En só bí it bara… Hvernig á mahr í ósköpunum líka að flytja til útlanda með aðeins 35 kg í farteskinu (incl. handfarangur)?! Nei, það er bara ekki hægt. Mér fannst ég einmitt býsna góð í að skilja dót eftir! Reyndar pakkaði ég líka í litla aukatösku fyrir hann Greip sem kemur ásamt Gylfa þann 14. Október (þá verður nú kátt í höllinni!)…

Jæja, ætla að tékka á skjánum.... L8er!

p.s. fer að vinna í klukkinu - kemur örugglega f. brottför til Salzburgar!