föstudagur, september 16, 2005

"Hver var að æla?!"

Jæja, þá er ég komin heim í fínu fínu íbúðina að Klapparstíg. Tóta og Brynjar voru sætust í heimi þegar þau sóttu mig á völlinn og komu mér þvílíkt á óvart! Reyndar lét ég þau bíða í ca 40 mín, þar sem ég hitti Önnu frænku á vellinum og hún bauð mér einn kaldan, ég hélt að Tommi bró væri að sækja mig og ég þyrfti ekkert að flýta mér hehehe...

En Bergen var sko drittkul! Já, þokkalega ravkul! Námskeiðið var vel heppnað í ... flesta staði (hvað var málið með samlokurnar í hádeginu?), kennararnir ofsalega fínir, mjúsikin vibbó falleg og samnemendurnir, tjah hvað er hægt að segja? bara brill!
Ég er að vinna í að skella inn myndum hér á síðuna, kemur vonandi bráðum (ég keypti mér sko ógó flotta Canon Ixus 50 á voða fínu tilboði :).
Já, Bergen er falleg borg, við vorum reyndar afskaplega upptekin á námskeiðinu, en náðum þó alveg að skoða ýmislegt og skemmta okkur. Ég var svo snjöll að fara með regnkápu út, en ekki það snjöll að taka líka stígvél og regnhlíf því aðra eins rigningu hef ég aldrei séð! Það rignir jú mikið í Bergen en við lentum í mestu rigningu þar í 100 ár, svo þið getið ímyndað ykkur táfýluna í tónlistarskólanum hehe...

Jæja, er eitthvað voða löt að skrifa og óskemmtileg svo ég læt þetta gott heita í bili, fannst ég bara verða að segja eitthvað :)
Nóg að gera annars, matarboð hjá Lubbs í gær, veisla í dag, Kabarett í kvöld, heimsóknir og Woyzeck á morgun o.s.frv...........

Au revoir mes amis!