fimmtudagur, september 29, 2005

Klukk klukk klukk

Jæja, ég er víst búin að fá einhver klukk og er því búin að setja hérna nokkur atriði í fljótu bragði. Og ég ætla bara að drífa mig að henda þeim inn því tölvan mín elskulega, hún Dísa Junior er að verða batteríslaus!

1. Ég drekk ekki mjólk. Ekki eintóma senst. Ég borða samt mjólkurvörur eins og skyr og ost og soleis, og ég nota mjólk út á seríós og kornfleks. Og kókópöffs þegar það er í boði.

2. Ég sit núna við hliðina á Þjóðverjum (hmm eða þýskumælandi unglingum allavega) og ég skil ekkert hvað þau eru að tala um. Ég held þau hafi verið að tala um jólin og schnitzel. Næstu fjóra mánuði þarf ég að bjarga mér á þýsku. Óskið mér góðs gengis ...

3. Ég er ógó lofthrædd. Skringilega lofthrædd sko. Ég er t.d. hrædd á mjóum stigum eða tröppum (ef það er ekki handrið…) og sundlaugarstökkpöllum.

4. Mér finnst ekkert meira pirrandi (og eiginlega kannski frekar svekkjandi) en dónalegt fólk í þjónustustörfum.

5. Ég er með ofsa ljót orð á heilanum ( vil ekki skrifa þau hérna) og líka orðið “hot” og nota þessi orð í gríð og erg. Sérstaklega þó orðið "hot". Enda þekki ég nottla svo margt fólk sem er bara svo gegt hot!


Jæja, komið, klukka Laufeyju mína, Tómas bró (farðu að setja eitthvað á síðuna þína fíbblið þitt - elska þig!), Tinnu (man ekki hvort var búið að klukka þig...), Birnu frænku og Höska - klukkiklukk!

...svo í lokin, ein staðreynd enn:
6. Ég verð örugglega komin með legusár á rassinn í kvöld eftir margra tíma setu í tveimur flugvélum og hér á Stansted. Ekki gott. Hugsið til mín!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ Dísa mín!! Hvernig gengur hjá þér? Fór að sjá Woyzeck í gærkvöldi og fannst gegt gaman. Hver er gæinn sem leikur þann sem tælir Maríu? Hann var frekar hot;)

1:35 e.h.  
Blogger Herdís Anna said...

já, sammála með gæjann! er ekki samt alveg viss! var þetta ekki björn hlynur? en hann lék samt eitthvað annað hlutverk líka held ég... æ ég er ekki alveg sjúr á þessu...

12:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home