þriðjudagur, september 06, 2005

Hann á afmæli í dag!

Vil hefja þetta blogg á því að óska mínum heitt elskaða litla (ræsk, stóra) bró til hamingju innilega með tvítugsafmælið! Vona að þú njótir dagsins TT :)

Gleði, gleði, gleði ríkir þessa dagana í lífi mínu!

Á morgun skal ég til Bergen að syngja falleg lög, svo að næstu 8 dagana verður lítið um blogg (þið megið gjarnan kommenta á meðan um hvað þið saknið mín...). Já, ég er að fara á Grieg festival að læra hvernig á að flytja norsk, sænsk og finnsk sönglög. Hlakka mikið til og namm, þetta er svo falleg mjúsík!

Svo kem ég heim eftir rúma viku og þá er heldur betur nóg framundan, septembermánuður er hlaðinn spennandi hlutum, leikhúsferðum og partýjum og fleira. Dagskráin verður þétt setin þar sem ég hef ekki svo langan tíma eftir hér á landi. Svo ef þið viljið hitta mig - vinsamlega pantið tíma í 867 9340 ;)

Undanfarnir dagar voru þá hver öðrum betri. Í gær var stórkostlega flott matarboð (namminamm!)á Klappó í boði Ragnars bróður. Mikið var hlegið og borðað og Anna frænka sagði okkur margar góðar sögur frá fyrri tíð. Hún hefur nú lifað tímana tvenna. ...

Svo var helgin alveg stórkostlega menningarleg, ég var virkur áhorfandi á Dansfestivali með Greipi, og á sunnudag fórum við Brynjar og Greipur á Annie (hlógum eins og vitleysingar, næstum því vandræðalegt). Já, mikið var það gaman! Þórunn Arna mín átti enn og aftur stórkostlegan leik í hlutverki Sússu súpu - algjör senuþjófur!
En laugardagskvöldið stóð nú upp úr með ÁM 2005 - Álfatúnsmótið í fótbolta! Stórkostlegt mót og stórkostlegt partý! Ég vil óska nýbökuðum hjónunum, Ebbu og Einari endalausrar hamingju og velfarnaðar um leið og ég þakka þeim fyrir velheppnað "brúðkaupspartýfótboltamót"! Já, þetta er aldeilis ljúfa lífið!

En back to work, foxy lady kveður að sinni...

3 Comments:

Blogger Hafdis Sunna said...

Vá, lífið leikur við þig Dísa, það er frábært! Góða skemmtun í Bergen, hlakka til að lesa ferða- og söngsöguna. P.s. takk fyrir að vera svona dugleg að kommenta hjá mér, það er æði.

10:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þarf SVO á þér að halda núna! dæs sakna þín mín kæra... hlakka til þegar þú kemur heim :D

2:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohh það er svo gaman að fá þig heim :D þú ert svo mikið æði...

3:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home