miðvikudagur, september 28, 2005

Blendnar tilfinningar!

Jæja kiddós! Nú sit ég hér á Klappó og reyni að pakka fyrir þessa fjögurra mánaða búsetu í Austurríki. Get ekki sagt annað en þetta sé ansi skrítið. Krakkarnir sennilega á leiðinni til að knúsa mig bless og ég fer örugglega að hágrenja, og það væri ekki í fyrsta skipti í dag sem stutt er í tárin! Ohh, krakkar mínir.... Er bara í skrítnu skapi... Ekki hálfur sólarhringur í brottför! Söss...

Vá, ég læt eins og þetta sé bara eitthvað end of an era eða eitthvað! Eða eitthvað - eða eitthvað... ég veit ekki hvað þetta er
Sorrí kiddós....

Ég get náttúrulega ekki neitað því að ég er alveg orðin pínu spennt, og meira að segja rúmlega það, og eiginlega bara allt í einu, þetta er allt í einu orðið svo raunverulegt. Hlakka nú alveg pínu til að ganga um fögur stræti Saltborgar, borða Mozartkúlur og syngja óperuaríur. Og svo má ekki gleyma markmiði ferðarinnar, að ná mér í ríkan prins (allavega aðalborinn pilt) og láta hann bjóða mér að skoða með sér Evrópu og fara á óperusýningar, hehe... Gott plan :)

Jæja - pakka - núna!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æjh elsku Dísa Dísa Dísa okkar... við eigum nú eftir að sakna þín meira en góðu hófi gengir, en með hjálp tækninnar, tölvunar, internetsins og flugsamganga þá eigum við nú eftir að vera í fínu bandi! thihi vá hvað þetta var væmið! En við elskum þig ýkt mikið, eða allavega ég! og er eiginlega strax farinn að hlakka til að fá þig heim, og án djóks ég er að fara að grenja hérna! fokk! Góða ferð elsku heddan okkar...

2:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha Sóley! Hahaha, neinei, ætli það! Kannski bara læt ég hann byggja nýjan skóla handa ykkur litla fólkinu heima.... hahahaha!

1:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home