mánudagur, nóvember 28, 2005

Jeminn eini

Haldiði að hún Birna skvísa sé ekki búin að kitla mig? Ég var hreinlega farin að halda að ég slyppi við þetta. En ég geri þetta með glöðu geði því mér finnst þetta svo sem ekkert leiðinlegt (eins og flestum), þetta er svona soldið eins og að ráða krossgátu eða eitthvað, gera þraut... um sjálfan sig...
Einhverra hluta vegna fannst mér erfiðast að finna sjö hluti sem ég get - hvað á það að þýða eiginlega?! En hér kemur smá listi, reyndar ekki svo vandlega gerður, kannski breyti ég einhverju eftirá....


Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

leika Maríu í Söngvaseið/Sögu úr Vesturbænum
fara til Kína
fara í geimferð
lesa 1001 nótt
læra ítölsku, færeysku, þýsku (betur), frönsku og kínversku
semja fallega músík
eignast krakka

Sjö hlutir sem ég get:

sungið mjög hátt
dansað tja tja tja og djæv (og ekki bara það)
rappað allt Lodi Dodi með Snoop
hangið endalaust í tölvunni (ekkert sniðugt...)
skíðað mjög hratt (sjúbb sjúbb!)
verið mjög sæt og skemmtileg
verið mjög löt og leiðinleg

Sjö hlutir sem ég get ekki:

sleikt á mér nefið
farið að sofa á skikkanlegum tíma
lesið nótur nógu hratt þegar ég spila á píanó
ákveðið mig
farið í handahlaup
komist yfir hvað Björk er brilliant
skrollað errinu aftur í koki

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

hendur
að ganga uppréttur og bera sig vel
heiðarleiki
húmor
ljúfmennska
frumkvæði og uppátækjasemi
danskunnátta (!!!)

Sjö þekktir sem heilla:

Colin Firth
Aragorn (Viggo Mortensen)
Kjarri í SigurRós
Sean Connery
Rolando Villazón
Christopher Plummer
Thomas Quasthoff

Sjö orð/setningar sem ég segi oft

Ich verstehe nicht...
beib
hvað er að frétta?
sjæse bitte vúllehúnd
Keine Anung
sakna þín...
sji****inn maður f*****inn

Sjö hlutir sem ég sé núna

Ferðataska (haha eins og í Stellu!)
fuuullt af snýtubréfum
stjörnukittið góða
fullt af myndum og kortum frá góðum vinum (búin að líma upp á vegg :))
föt föt föt
hulstrið utan af Sissi - Schicksalsjahre einer Königin (dvd)
tvær vatnsflöskur

laugardagur, nóvember 19, 2005

Afmæli!


Elsku vinkonan mín hún Þorbjörg Daphne á afmæli í dag!
Ég sendi henni því innilegar hamingjuóskir og saknaðarkveðjur, vona að hún njóti dagsins (í vinnunni, gaman gaman) og skemmti sér rokna vel á árshátíð Ungfóníu í kvöld!
Allir sem hitta Tobbu í dag mega svo smella á hana einum blautum frá mér ;)

föstudagur, nóvember 18, 2005

:)

Það snjóar!!!

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Framundan

Núna: horfa á The Sound of Music sem Valdi kaldi lánaði mér
Á morgun: þrífa, borða sushi (ef ég þori) í Frohnburg, skauta og drekka glühwein, Íslendingapartý með ítölsku ívafi
Helgin: Blah, en verður örugglega mjög skemmtileg (fer ekki til Kölnar :( :( :( )
Mánudagur: skóli skóli skóli...
Þriðjudagur: skóli skóli München
Miðvikudagur: ÍTALÍA! daddara....

mánudagur, nóvember 14, 2005

Gaman að þessu

föstudagur, nóvember 11, 2005

Ég er að hugsa um að skella mér í bíó á myndina Stolz und Vorurteil, en það er nýja útgáfan af Pride & Prejudice (Hroki og hleypidómar e. Jane Austen) með Keiru Knightley og Matthew MacFadyen í aðalhlutverkum. Vona að þetta sé ekki alveg ómögulegt á þýsku en enn heitar vona ég að þetta sé ekki orðið að einhverri sykursætri vellu. Er samt ekki að gera mér neinar vonir og stórefast um að þessi mynd hafi tærnar þar sem gömlu þættirnir hafa hælana. Og nýja músíkin (hægt að hlusta á síðunni) á ekki séns í gömlu. Og MacFadyen á örugglega ekki minnsta séns í Firth.

Your Sexy Brazilian Name is:

Lorena Fagundes


ókei, brynjar, du hast Recht - ég hef ekkert að gera!

How You Life Your Life

You seem to be straight forward, but you keep a lot inside.
You're laid back and chill, but sometimes you care too much about what others think.
You prefer a variety of friends and tend to change friends quickly.
You tend to always dream of things within reach - and you usually get them.


tja, ég veit nú ekki alveg með vinina samt...?!

færsla næturinnar


Jíha, það rættist aldeilis úr þessu kvöldi (ég sem ætlaði að sitja hér og horfa á dvd í tölvunni...)!

Skellti mér í þetta allsvakalega hjúkkupartý hér á neðstu hæðinni, nema bara hvað, safnast ekki allir nöllarnir í húsinu að mér...? Eníveis, einn bað mig að skrifa símanúmerið mitt á hendina á sér, ég skrifaði bara á íslensku að hann væri fullur og vitlaus og eitthvað í þeim dúr og hann var ofsalega hamingjusamur með það. Enda sagði ég honum ekki hvað þetta þýddi. Eníveis, endaði með að ég fór bara á rúntinn með tveimur norður í bæ og við fengum okkur besta kebab í heimi og ég kláraði mitt! Aldrei gerst áður... Jáh, bara gegt gan hjá mér!

Almdudler er annars heitasti gosdrykkurinn þessa dagana (austurrískt orð, Alm=fjallakofi skilst mér, en veit ekki hvað dudler þýðir). Bara svona ef þið vilduð vita það. Og haha, kíkið endilega inn á þessa síðu og hlustið á lagið!