föstudagur, nóvember 11, 2005

færsla næturinnar


Jíha, það rættist aldeilis úr þessu kvöldi (ég sem ætlaði að sitja hér og horfa á dvd í tölvunni...)!

Skellti mér í þetta allsvakalega hjúkkupartý hér á neðstu hæðinni, nema bara hvað, safnast ekki allir nöllarnir í húsinu að mér...? Eníveis, einn bað mig að skrifa símanúmerið mitt á hendina á sér, ég skrifaði bara á íslensku að hann væri fullur og vitlaus og eitthvað í þeim dúr og hann var ofsalega hamingjusamur með það. Enda sagði ég honum ekki hvað þetta þýddi. Eníveis, endaði með að ég fór bara á rúntinn með tveimur norður í bæ og við fengum okkur besta kebab í heimi og ég kláraði mitt! Aldrei gerst áður... Jáh, bara gegt gan hjá mér!

Almdudler er annars heitasti gosdrykkurinn þessa dagana (austurrískt orð, Alm=fjallakofi skilst mér, en veit ekki hvað dudler þýðir). Bara svona ef þið vilduð vita það. Og haha, kíkið endilega inn á þessa síðu og hlustið á lagið!

2 Comments:

Blogger Greipur said...

Díses Dísa, ég að reyna að mæta snemma á þjóðarbókhlöðuna til að vera duglegur, en svo eru bara fullt af skemmtó mailum frá þér og líka á heimasíðunni. Berðu ekki hag minn fyrir brjósti eða hvað?

11:40 f.h.  
Blogger Herdís Anna said...

nú gerði ég það! jii ég var steinbúin að gleyma því. jæja, þá var þetta ekki svo merkilegt.... en samt gott kebab...

en greipur! haltu áfram að læra ;)

3:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home