Jeminn eini
Haldiði að hún Birna skvísa sé ekki búin að kitla mig? Ég var hreinlega farin að halda að ég slyppi við þetta. En ég geri þetta með glöðu geði því mér finnst þetta svo sem ekkert leiðinlegt (eins og flestum), þetta er svona soldið eins og að ráða krossgátu eða eitthvað, gera þraut... um sjálfan sig...
Einhverra hluta vegna fannst mér erfiðast að finna sjö hluti sem ég get - hvað á það að þýða eiginlega?! En hér kemur smá listi, reyndar ekki svo vandlega gerður, kannski breyti ég einhverju eftirá....
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
leika Maríu í Söngvaseið/Sögu úr Vesturbænum
fara til Kína
fara í geimferð
lesa 1001 nótt
læra ítölsku, færeysku, þýsku (betur), frönsku og kínversku
semja fallega músík
eignast krakka
Sjö hlutir sem ég get:
sungið mjög hátt
dansað tja tja tja og djæv (og ekki bara það)
rappað allt Lodi Dodi með Snoop
hangið endalaust í tölvunni (ekkert sniðugt...)
skíðað mjög hratt (sjúbb sjúbb!)
verið mjög sæt og skemmtileg
verið mjög löt og leiðinleg
Sjö hlutir sem ég get ekki:
sleikt á mér nefið
farið að sofa á skikkanlegum tíma
lesið nótur nógu hratt þegar ég spila á píanó
ákveðið mig
farið í handahlaup
komist yfir hvað Björk er brilliant
skrollað errinu aftur í koki
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
hendur
að ganga uppréttur og bera sig vel
heiðarleiki
húmor
ljúfmennska
frumkvæði og uppátækjasemi
danskunnátta (!!!)
Sjö þekktir sem heilla:
Colin Firth
Aragorn (Viggo Mortensen)
Kjarri í SigurRós
Sean Connery
Rolando Villazón
Christopher Plummer
Thomas Quasthoff
Sjö orð/setningar sem ég segi oft
Ich verstehe nicht...
beib
hvað er að frétta?
sjæse bitte vúllehúnd
Keine Anung
sakna þín...
sji****inn maður f*****inn
Sjö hlutir sem ég sé núna
Ferðataska (haha eins og í Stellu!)
fuuullt af snýtubréfum
stjörnukittið góða
fullt af myndum og kortum frá góðum vinum (búin að líma upp á vegg :))
föt föt föt
hulstrið utan af Sissi - Schicksalsjahre einer Königin (dvd)
tvær vatnsflöskur
2 Comments:
Þetta með 7 atriði við hitt kynið: passar bara allt saman við mig, hendurnar mínar hafa meira að segja löngum þótt stórkostlegar ;) ...og til viðbótar er það skeggrótin, dökka hárið og augun, fjúkk ...og bíddu bara eftir Grenoblejakkanum ...
Hahaha! Kannski ert þú draumaprinsinn minn!
Ég bíð spennt... ;)
Skrifa ummæli
<< Home