fimmtudagur, nóvember 10, 2005

færsla dagsins

Jæja, var að koma heim af mínum fyrstu tónleikum hér í borg saltsins. Ég var sem sagt að syngja á sviði Großes Festspielhaus (þar sem hin íðilfagra Anna Netrebko og næsti Domingo (?) Rolando Villazón trylltu lýðinn í sumar í La traviata), fyrir ríka og fína fólkið (70 evrur miðinn...).
Þetta voru þó ekki sólótónleikar, heldur söng ég ásamt þremur kórum, stórri hljómsveit, framsögumanni og barítón alveg gasalega flott verk eftir Gerhard Wimberger.
Nokkuð fínir tónleikar...þrátt fyrir að hljómsveitarstjórinn, hann Ivor Bolton hafi ruglast! Já elskurnar mínar, hann týndi sér eitt augnablik og allt fór úr skorðum, kórinn inn á vitlausum stað á skjön við barítóninn sem var líka á vitlausum stað og allir á skjön við hljómsveitina sem hélt sínu striki. Þetta var býsna sveitt móment skal ég ykkur segja, en breski hljómsveitarstjórinn kom þessu þó öllu í réttar skorður að lokum.

Nú ætla ég hins vegar að kíkja niður á barinn, þar er eitthvað hjúkkupartý í gangi held ég. Spennó...


Var ég ekki dugleg annars að setja inn linka í þessari færslu? ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

össsösssösss.. sýndiru honum ekki hvernig á að gera þetta eftir tónleikana??

Vildi annars að ég hefði getað verið að hlusta ;) ...en ég+b ætlum að sitja prúðbúin og þunn á fremsta bekk á jólatónleikunum þínum þann 14. desember kl 20:00 út í salz!

..og eftir þá verður tilvalið að skvetta í sig smá jólaglöggi ;)

10:29 e.h.  
Blogger Greipur said...

10 fyrir linkana Dísa. 10 fyrir smsin í kvöld og 10 fyrir allt hitt.

12:27 f.h.  
Blogger lagalif said...

Ég held að þú hafir bara of lítið að gera...

11:52 f.h.  
Blogger Herdís Anna said...

Hehe, líst vel á hugmynd þína um jólaglöggið tótulíus! Og jújú, að sjálfsögðu sýndi ég honum hvernig maður gerir þetta, maður kann þetta sko...

Greipur - takk f. tíurnar! haha jeij, svo gaman að fá 10 í öllu! :)

Og Brynjar minn, ég hef bara alveg nóg að gera hérna... ehemm... já einmitt... :) hehe...

5:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home