Ljufa lifið
Mmm, eplakaka og Yogi te á Kaffi Hljómalind er unaðslegt svona í eftirmiðdaginn.
Hér í 101 eru bissí dagar framundan. Drýas er að ljúka sumarstarfinu með trompi - fimm stykki tónleikar á sex dögum, foreldrarnir að koma í bæinn (þrífiþrífi), laugardagslúdó (hvað er með þessi nöfn - föstudagsflipp halló?!) hjá Hinu húsinu á morgun, frumsó á Annie á sunnudag (í hverju á ég að vera???!), Snoop um kvöldið og svo þarf ég að finna upp á einhverju sneddí til að koma á óvart með í Sumarbústaðaferðinni miklu um næstu helgi. Og svo sitthvað fleira...
En það er gaman að vera til :)
2 Comments:
hæ Dísa. Ég er að skrifa úr tölvunni þinni ógeðslega gaman og ýkt flippað! En þú ert alveg ýkt frábært og við erum gott tím! lov jú Bæ
hahaha! þú ert fyndinn brynjar minn, elska þig!
Skrifa ummæli
<< Home