Hana nu!
Fór í minn fyrsta sundtíma í dag og verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð efnileg held ég! Laufey er nottla líka svo fínn kennari sko, og Tobba fínn aðstoðarkennari :) takk stúlkur, þið eruð bestar!
Fór á Örlagaeggin í kvöld, við í Hinu húsinu fengum boð sko. Mæli alveg með þessu, fínasta skemmtun, leikmynd og búningar flott, músíkin fín, teiknimyndadótið (híhí) töff og krakkarnir eru stórfín og skemmtileg.
Lýsi yfir þakklæti mínu með veður dagsins í dag, takk veðurguðir fyrir að halda rokinu í skefjum og leyfa sólinni loks að skína milli skýja! Jíha!
2 Comments:
isss... helduru að þú vinnir mig í sundi??? ég er ekki viss!! ..allavega ekki ef keppt er í frjálsri aðferð!! ;)
hahaha, neinei ég er sosum ekkert viss um það :)
Við erum annars að tala um skriðsund hérna sko! ... :)
Skrifa ummæli
<< Home